Frjálsar.is » Reynir Björgvinsson

Höfundur safns

Nú þegar rúmlega 70 forskráðir í fjölskylduhlaup Ármanns og garðyrkjubænda

Á öðrum degi skráningar eru rúmlega 70 forskráðir í fjölskylduhlaup Ármanns og garðyrkjubænda.

Óhætt er að segja að þetta stefni í fjölmennan og glæsilegan viðburð.

Hvetjum við alla til að leggja leið sína í Laugardalinn og eiga með okkur glaðan dag.

Glæsileg verðlaun frá garðyrkjubændum.

Grillaðar SS pylsur verða síðan í boði að hlaupi loknu.

Dagskrá má sjá hér: http://tinyurl.com/mdea7dv

Enn frábærar fréttir úr kasthópi mfl

Hulda Sigurjónsdóttir úr Suðra, sem æfir með kasthópi Ármenninga undir stjórn Paul Cota, landaði fjórða Íslandsmet sínu í kúlu á þessu ári og því fyrsta utanhúss, á kastmoti ÍR í Laugardalnum í kvöld. Nýja metið er 9,57m en það gamla var 9,04m síðan 2012 og jöfnun 2013.
Innanhúss hefur hún nú kastað 9.70m lengst.
Það er örugglega von á áframhaldi á metum frá Huldu í flokki 20 því nú fer kringlan líka á flug.
Til hamingju Hulda!

Orri og Eyrún halda áfram að slá persónuleg met

Coca Cola mótið í Kaplakrika fór fram í gær en keppt var í kúluvarpi og kringlukasti.

Óhætt er að segja að góður árangur hafi náðst hjá okkar fólki sem og öðrum keppendum þar sem mikið var um persónulegar bætingar. 

Einn fulltrúi fór fyrir okkar hönd það þessu sinni. Orri Davíðsson endaði í 4. sæti í Kúluvarpi með kasti uppá 14,60m og bætti jafnframt sitt persónulegt met.

Eyrún Halla sem keppir undir nafni Selfoss en æfir hjá kasthópnum okkar undir stjórn Paul Cota vann svo kúluvarp kvenna með kast uppá 11,10m.

Miklar og strangar æfingar hjá okkar fólki í vetur eru greinilega að skila sér og verður spennandi að fylgjast með gangi mála í sumar á komandi mótum.

Ný stjórn og ráð frjálsíþróttardeildar Ármanns

Aðalfundur frjálsíþróttardeildar Ármanns fór fram nú á vordögum.

Ákveðið var að þessu sinni að stækka og fjölga ráðum undir stjórn deildar. Vill frjálsíþróttadeildin með því fá fleiri aðila að deildinni og sækja því enn sterkar til sóknar.

Ný stjórn deildar var kjörin og skipa:

Freyr Ólafsson(formaður), Reynir Björgvinsson(ritari), Gunnlaugur Júlíusson(gjaldkeri), Friðbjörn Hólm(meðstj), Jóney Hrönn Gylfadóttir (meðstj), Sigfinnur Viggósson(meðstj), Haraldur Einarsson(meðstj).

Helstu nefndir og ráð undir stjórn deildar má nefna: Meistaraflokksráð, barna- og unglingaráð, hlaupahópsráð, útbreiðslunefnd, sölu- og markaðsnefnd og framkvæmdarnefnd.

 

 

 

 

 

6 Íslandsmeistaratitlar á MÍ 15-22 ára

Um seinustu helgi, 21-22. febrúar fór fram MÍ 15-22 ára.

Flottur hópur fór fyrir okkar hönd og lét árangurinn ekki á sér standa. 6 íslandsmeistaratitlar í hús auk þess sem mikið var um persónulegar bætingar hjá okkar fólki.

Samantekt frá Kára Jónssyni, yfirþjálfara mfl, má sjá hér að neðan:

Hrafnkell Óskarson 15 ára 60m 8,82s Pb (17), Hást 1,60m Pb (6.-7.)
Guðmundur Karl Úlfarsson 18 ára 60m 7,51s (4.-5.), 60g undanrásir 8,61s Pb og 8,90s í úrslitum (2), hást 1,57m (7-8), langst 6,18m Pb (2), stöng 4,00m (1), kúla 12,50m (3), 
Sigurður Andrés Sigurðsson 21 árs Stöng 3,50m Pb. (3).
Ernir Jónsson 18 ára 60m 7,80s Pb og 7,74 Pb í úrslitum (7), 800m 2:16,11 mín (2), 1500m 4:11,10 Pb, 3000m 9:40,93 mín (1)
Þór Daníel Hólm 19 ára 400m 55,57s, (4), 1500m 4:28,70 mín (3)
Patrekur Gísli Guðmundsson 400m 58,31s Pb (5), 800m 2:20,35 mín (4), 1500m 4:44,06 mín (5).
Viktor Orri Pétursson 18 ára 800m 2:15,90 mín (1), 1500m 4:11,09 mín (1).
Bjarni Ármann Atlason 17 ára 1500m 4:17,17 mín Pb (3)
Valur Snær Gottskálksson 20 ára 3000m 11:21,20 (3)
Kristrún Kristinsdóttir 60m 15 ára 9,37s (21), 200m 30,03s Pb (18), 60g 12,55 Pb (10), langstökk 4,06m (12),
Andrea Rún Þorvaldsdóttir 15 ára Stangarstökk 2,20m (1).

Á myndinni má sjá Íslandsmeistara í 4x200m hlaupi 18-19 ára þá Erni, Viktor, Þór og Guðmund Karl

Flottur árangur á MÍ fullorðinna

Um helgina seinustu var haldið MÍ fullorðinna í Kaplakrika.

Ármann sendi til leiks 13 keppendur en þess má geta að nokkrir af iðkendum mfl gátu ekki keppt að þessu sinni.

Í heildarstigakepninni lenti Ármann í 5.sæti

Óhætt er að segja að góður árangur hafi náðst hjá okkar fólki þar sem mikið var um bætingar. 

Kári Jónsson yfirþjálfari mfl Ármanns tók saman árangur keppandana okkar sem sjá má hér að neðan.

Kristófer Þorgrímsson 10. í 60m á 7,39s og 6. í 200m á 23,25s
María Rún Gunnlaugsdóttir 12. í 60m á 8,27s og 4. í kúlu með 11,28m
Orri Davíðsson 7. í kúlu með 12,98m 2 cm frá pers.
Dagur Fannar Magnússon 9. í kúlu með 11,51m Pb
Sigurður Andrés Sigurðarson 8.-9. í stöng með 3,30m Pb
Ásvaldur Sigmar Guðmundsson 10. í langst með 5,35m
Diljá Mikaelsdóttir 6.-7. í hást með 1,50m og 7. í langst með 4,91m Pb
Bjarni Ármann Atlason 8. í 1500m á 4:21,66 Pb og 9. í 800m á 2:04,74 Pb
Þór Daníel Hólm 10. í 400m á 54,76s og 8. í 800m á 2:04,34s
Viktor Orri Pétursson 3. í 800m á 1:57,93
Trausti Þór Þorsteins 4. í 800m á 1:59,54 Pb
Patrekur Gísli Guðmundsson 11. í 800m á 2:11,92
Karlasveitin í 4x400m 5. á 3:42,08mín (Patrekur-Þór Daníel-Viktor-Trausti)
Hulda Sigurjónsdóttir setti íslandsmet í sínum flokki í kúlunni 9,42m

Aðventumót Ármanns

Frjálsíþróttadeild Ármanns kynnir Aðventumót Ármanns.  

Segja má að mótið marki upphaf keppnistímabilsins í frjálsum, en mótið fer fram nk. Laugardag 13. Desember og fer það fram í Laugadalshöll.

Fyrstu greinar hefjast kl 9:40 og áætluð mótslok eru kl. 15:00 en tímaseðil má sjá hér

Mótið er nú haldið í þriðja sinn. Í fyrra mættu um 170 keppendur en í ár er búist við um 200 keppendum.

Frjálsíþróttadeildin lofar flottri umgjörð og glæsilegum verðlaunum/vinningum.  Sérstök verðlaun verða fyrir aldursflokkamet og má gera ráð fyrir að met falli enda langt liðið á árið.

Taka skal fram að veitingasala verður á staðnum.

Hvetjum við fólk til að fjölmenna í höllina og eiga með okkur glaðan dag.

Félagið þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning:

Valitor, MS, Kex Hostel, Sukho Thai, Myllan, Sölufélag Garðyrkjubænda, Alterna og Sigurður Páll Sveinbjörnsson nuddari

Meistaramót Íslands um helgina

Um helgina næstkomandi mun Meistaramót Íslands fullorðinna fara fram. Mótið fer fram að þessu sinni í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Ármenningar munu aðsjálfsögðu senda öfluga sveit til leiks.

Hægt er að nálgast dagskrána hér.

Hvetjum við alla áhugasama Ármenninga að mæta og fylgjast með okkar fólki.

 

 

 

Fyrirliðar íslenska landsliðsins, Ásdís og Óðinn, mætt til Georgíu

Um helgina fer fram evrópukeppni landsliða í 3.deild. Keppnin að þessu sinni er haldin í Tbilisí höfuðborg Georgíu.

Við Ármenningar eigum aðsjálfsögðu fulltrúa þarna en það eru þau Ásdís og Óðinn en þau verða jafnframt fyrirliðar íslenska liðsins

Óskum við þeim og landsliðinu góðs gengis um helgina.

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns