Á sunnudaginn síðast liðinn lauk MÍ 15-22 ára. Á seinni keppnisdegi kepptu einungis Andrea og Trausti. Andrea vann þar silfur í stangarstökki stúlkna 16-17 ára með stökki uppá 2,90m. Hún keppti sömuleiðis í stangarstökki kvenna og lenti í 4.sæti með stökki uppá 3,00m.
Trausti gerði sér sömuleiðis lítið fyrir og vann sitt annað gull um helgina með sigri í 1500m hlaupi á tímanum 4:08,07.
Virkilega flott helgi hjá okkar fólki og varð heildarniðurstaðan 3 gull, 1 silfur og 1 brons og 30,5 stig í heildarstigakeppninni.
Framundan er síðan bikarkepnni FRÍ þar sem við munum senda karlalið að þessu sinni. Hvetjum við áhugasama Ármenninga að mæta og styðja okkar fólk 🙂
Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lauk í dag í Laugardalshöll. Ármann sendi til leiks 6 keppendur að þessu sinni en það voru þau Andrea Rún, Diljá, Bjarni Ármann, Breki, Patrekur Andrés og Trausti.
Andrea Rún keppti í 60m 16-17ára í dag á tímanum 8,94. Andra mun svo keppa í sinni aðalgrein, stangarstökki, á morgunn.
Diljá Mikaelsdóttir keppti í langstökki og hástökki 16-17ára og lenti í 5.sæti í báðum greinum með stökk uppá 1,52m í hástökki og 5,01m í langstökki.
Bjarni Ármann átti frábæran dag og sigraði 3000m hlaup pilta 20-22ára á tímanum 10:17,45. Hann á þó nóg inni en hann á best 9:57,31 úti. Hann vann sömuleiðis til bronsverðlauna í 800m hlaupi á tímanum 2:02,50. Hann mun svo keppa á morgunn í 400 og 1500m hlaupi.
Breki Ingibjargarson, sem byrjaði að æfa hjá okkur í haust og hefur farið gríðarlega fram, keppti í dag á sínu fyrsta móti í 60m og hástökki pilta 18-19ára og hljóp á 8,63 og stökk 1,50m. Hann mun jafnframt keppa í 200m hlaupi á morgunn.
Patrekur Axel keppti í 60m hlaupi á tímanum 8,27 sem skilaði honum 10.sæti. Hann var þar nærri sínum besta árangri en hann á þar 8,27.
Trausti Þór heldur uppteknum hætti og sigraði 1500m hlaup pilta 18-19ára á tímanum 1:56,41. Hann mun svo keppa í 1500m á morgunn.
Virkilega flottur dagur að baki hjá okkar fólki og verður morgundagurinn ekki síðri.
Fyrri degi á MÍ 15-22 ára lauk í dag í Laugardalshöll. Ármann sendi til leiks 7 keppendur að þessu sinni en það voru þau Andrea Rún, Diljá, Bjarni Ármann, Breki, Patrekur Andrés og Trausti.
Andrea Rún keppti í 60m 16-17ára í dag á tímanum 8,94. Andra mun svo keppa í sinni aðalgrein, stangarstökki, á morgunn.
Diljá Mikaelsdóttir keppti í langstökki og hástökki 16-17ára og lenti í 5.sæti í báðum greinum með stökk uppá 1,52m í hástökki og 5,01m í langstökki.
Bjarni Ármann átti frábæran dag og sigraði 3000m hlaup pilta 20-22ára á tímanum 10:17,45. Hann á þó nóg inni en hann á best 9:57,31 úti. Hann vann sömuleiðis til bronsverðlauna í 800m hlaupi á tímanum 2:02,50. Hann mun svo keppa á morgunn í 400 og 1500m hlaupi.
Breki Ingibjargarson, sem byrjaði að æfa hjá okkur í haust og hefur farið gríðarlega fram, keppti í dag á sínu fyrsta móti í 60m og hástökki pilta 18-19ára og hljóp á 8,63 og stökk 1,50m. Hann mun jafnframt keppa í 200m hlaupi á morgunn.
Patrekur Axel keppti í 60m hlaupi á tímanum 8,27 sem skilaði honum 10.sæti. Hann var þar nærri sínum besta árangri en hann á þar 8,27.
Trausti Þór heldur uppteknum hætti og sigraði 1500m hlaup pilta 18-19ára á tímanum 1:56,41. Hann mun svo keppa í 1500m á morgunn.
Virkilega flottur dagur að baki hjá okkar fólki og verður morgundagurinn ekki síðri.
Meistaramót Íslands fór fram nú um helgina. Að þessu sinni kom það í hendur okkar Ármenninga að sjá um mótið. Framkvæmd mótsins gekk vel fyrir sig og eigum við sjálfboðaliðum miklar þakkir fyrir aðstoðina.
Góður árangur náðist hjá okkar fólki þar sem all nokkur verðlaun og persónulegar bætingar létu dagsins ljós. Ávallt gaman að sjá bætingar okkar keppenda enda langt og strangt undirbúningstímabil að baki þar sem allt kapp er lagt á að toppa á réttum tíma sem þessum
Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar keppenda sem má sjá hér að neðan:
Andrea Rún: Brons í stöng með 3,12 – PB
Andri Snær: Brons í langstökki með 6,50 – PB. Sjötti í 60m á 7,23 – PB
Bjarni Ármann: Brons í 1500 á 4:11,99 – PB. Sjöundi í 800 á 2:01,81 – PB
Ernir Jónsson: Fjórði í 800 á 1:58,10
Orri Davíðs: Silfur í Kúlu með 14,96 – PB
Trausti Þór: Gull í 800 á 1:57,40
Þór Daníel með 4:38,21 í 1500
Ármann þakkar öllum sem lögðu leið sína í höllina og minnir á MÍ 15-22 ára um næstu helgi þar sem all nokkrir keppendur frá okkur mæta.
Meistaramót Íslands í frjálsum fullorðinna fór fram laugardaginn 25. júlí sl á Kópavogsvelli.
Meistaraflokkur Ármanns sendi 9 keppendur til leiks að þessu sinni en þess má geta að þá vantaði all nokkra frá okkur.
Flottur árangur náðist og má sjá niðurstöðu okkar fólks hér að neðan. Þess má geta að þá vann Ásdís þrenn gullverðlaun, María silfur í spjóti og Viktor með brons í 800m og sömuleiðis pb í 400m.
400m karla: Viktor Orri í 4. sæti á 51,28pb. Trausti Þór í 7. sæti á 52,35.
800m karla: Viktor í 3 sæti á 1.56,45. Björn margeirs í 4. sæti á 1.57,04. Traust í 5 sæti á 1.58,17
Langstökk karla: Guðmundur Karl í 8 sæti með 6,09m. Ásvaldur með 5,63 í 15. sæti
Kúluvarp karla: Orri Davíðs í 7 sæti með 14,23m
Kringla: Orri í 8 sæti með 38,76m
Spjótkast karla: Guðmundur karl með 40,31m í 6. sæti
Stangarstökk kvenna: Andrea Rún með 2,72m í 5. sæti
Kúluvarp kvenna: Ásdís með 14,74m í 1. sæti
Kringla kvenna: Ásdís með 49,31 pb í fyrsta sæti
Spjót kvenna: Ásdís með 55,38m í 1. sæti og María Rún með 44,18m í 2. sæti
Diljá Mikaelsdóttir stökk 4,97m í langstökki og átti langt stökk ógilt. Hún þjófaði sig út í 100m því miður.
Birna Kristín Kristjánsdóttir stökk PB 5,05m í langstökkinu og varð í 3. sæti næst á undan Diljá. Hún sett líka PB i 100m 13,13 sek í mótvindi -1,2m/s og varð fjórða.
María Rún Gunnlaugsdóttir átti ekki góðan dag í spjótinu 38,14m þar sem útkastið var allt of bratt. En krafturinn var nægur til að kasta 50m.
Guðmundur Úlfarsson keppti á Norðurlandamóti ungmenna í fjölþrautum sem fram fór í Kaupmannahöfn um síðast liðna helgi. Gerði hann sér lítið fyrir og lenti í 6. sæti af 11 keppendum með 6150 stig.
Velgengni Helga Sveins heldur áfram en hann fór með sigur af hólmi í spjótkasti í dag í flokki F42 á opna meistaramótinu í Grosseto á Ítalíu.
Helgi kastaði spjótinu 52,61 í fyrsta kasti og dugði það til sigurs.
Enn eitt gullið í safnið hjá honum og er óhætt að segja að Helgi sé í fanta formi þessa dagana en þess má geta að þá sló hann heimsmetið í sínum flokki um daginn eins og eflaust flestir vita.