Frjálsar.is » Guðmann Bragi Birgisson

Höfundur safns

Byrjendanámskeið í hlaupum 15.sept.2015

Hlaupahópur Ármanns kynnir byrjendanámskeið sem hefst 15. september

Viltu reima á þig hlaupaskóna og njóta þess að hreyfa þig úti í haust í frábærum félagsskap?

Hlaupahópur Ármanns kynnir 8. vikna byrjendanámskeið sem hefst þriðjudaginn 15. september. Námskeiðið hentar þeim sem hafa lítinn eða jafnvel engan grunn í hlaupum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti hlaupið samfellt 5 kílómetra í lok þess. Á námskeiðinu fá allir æfingaráætlun sem miðast við 3 æfingar í viku.
Allar æfingar fara fram í Laugardalnum. Í upphafi æfinga hittist hópurinn við F-inngang Laugardalshallarinnar. Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og svo er ein heimaæfing. 
Þjálfari hópsins er Rut Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og þjálfari hjá frjálsíþróttadeild Ármanns.Námskeiðisgjald er 10.990 kr. Allar nánari upplýsingar og skráning er í gegnum netfangið rutsigurjons@gmail.com

Byrjendanámskeið hjá hlaupahópi Ármanns

Viltu reima á þig hlaupaskóna og njóta þess að hreyfa þig úti í sumar í frábærum félagsskap?

Hlaupahópur Ármanns kynnir  8. vikna byrjendanámkseið sem hefst þriðjudaginn 12. maí.  Námskeiðið hentar þeim sem hafa lítinn eða jafnvel engan grunn í hlaupum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti hlaupið samfellt 5 kílómetra í lok þess. Á námskeiðinu fá allir æfingaráætlun sem miðast við 3 æfingar í viku.

Allar æfingar fara fram í Laugardalnum. Í upphafi æfinga hittist hópurinn við F-inngang Laugardalshallarinnar.  Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardaga kl 10.

Þjálfari hópsins er Rut Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og þjálfari hjá frjálsíþróttadeild Ármanns.

Námskeiðisgjald er 10.990 kr

Allar nánari upplýsingar fást hjá rutsigurjons@gmail.com

Næring hlauparans

Eftir æfingu á þriðjudegi bauð Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur M.Sc., hlaupahópnum upp á fyrirlestur þar sem hún fór yfir næringarþarfir þeirra sem stunda reglubundna hreyfingu.

Á fyrirlestrinum fjallaði Elísabet vel um almenna næringarfræði og talaði út frá því að hverju fólk sem æfir reglulega, þ.e. nokkrum sinnum í viku, þarf að gæta að í mataræðinu. Hún fór svo sérstaklega yfir hvernig það álag sem fylgir reglubundnum hlaupum hefur áhrif á orkubúskap líkamans og niðurbrot.

Með tilliti til þess sagði Elísabet frá hvernig aðlaga þarf mataræði til að uppfylla orkuþörfina sem hlaupurum er nauðsynleg. En mjög mikilvægt er einnig að huga að endurheimt eftir æfingu og gaf Elísabet góð ráð um hvernig þarf að gæta að næringarþörf eftir æfingu svo líkaminn fái allt sem þarf til að byggja upp það sem æfingaálag brýtur niður svo æfingin skili sínu og hlauparinn komi sterkari inn í næstu æfingu.

Fyrirlesturinn var mjög vel fluttur. Tók hópurinn mikinn þátt og sköpuðust líflegar umræður bæði á meðan Elísabet flutti mál sitt og á eftir.

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns