Frjálsar.is » Ármann Frjálsíþróttadeild

Höfundur safns

Viktor Orri Pétursson setur Íslandsmet í 1500m hlaupi 17 ára og yngri

Í kvöld lauk Reykjavíkurmeistaramóti í frjálsum í Laugardalshöll. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu. Það setti Ármenningurinn Viktor Orri Pétursson þegar hann hljóp 1500m á 4:09,40s. Bætti hann með þessu Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri um rúma sekúndu. Viktor Orri naut stuðnings æfingafélaga síns Ernis Jónssonar í hlaupinu, en hann hjálpaði Viktori að halda uppi hraða og ,,héraði". Þetta var djörf tilraun því fyrir hlaupið hafði Viktor Orri hlaupið vegalengdina best á 4:28,22s.

Þeir félagar hafa tekið feikn miklum framförum í vetur undir stjórn nýs þjálfara. Sá heitir Erlingur Jóhannsson og er Íslandsmethafi í 800 metra hlaupi.

Eftir síðustu helgi sitja þeir nú í öðru og fjórða sæti afrekaskrár í 800m hlaupi innanhúss, eins og sjá má hér.

Skemmtilegt er að skoða framfarir Viktors Orra undanfarið ár í 800m hlaupi og sérstaklega undanfarna mánuði.

1:57,45

8. Bikarkeppni FRÍ innanhúss

Reykjavík

15.02.2014

1:59,22

Meistaramót Íslands

Reykjavík

02.02.2014

2:00,32

Reykjavík International Games

Reykjavík

19.01.2014

2:01,43

Meistaramót Íslands 15-22 ára

Reykjavík

11.01.2014

2:01,93

Silfurleikar ÍR

Reykjavík

16.11.2013

2:05,95

Stórmót ÍR

Reykjavík

26.01.2013

Viktor Orri Pétursson, nýr Íslandsmethafi í 1500m hlaupi pilta innanhúss. Mynd: Gunnlaugur Júlíusson

Mynd: Viktor Orri Pétursson, nú Íslandsmethafi í 1500m hlaupi 17 ára og yngri

Hreinn Heiðar með bætingu og Íslandsmeistaratitil (myndband)

 

Í dag fór fram seinni dagur Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum. Árangur Ármenninga var alls ekki síðri en á fyrri keppnisdegi. Hæst ber að nefna Íslandsmeistaratitil Hreins Heiðars Jóhannssonar.

Hreinn stökk hæst keppenda þegar hann vippaði sér yfir ránna í 197cm hæð yfir gólffleti en það gerði hann í fyrstu tilraun. Næst reyndi hann við 2 metra en það gekk ekki upp í þetta skiptið en það verður gaman að sjá hvað hann gerir á Bikarkeppni FRÍ eftir tvær vikur. Hreinn hefur aldeilis byrjað vel í Ármannsbúningnum en þetta var hans annað mót eftir að hann gekk til liðs við félagið, á fyrra mótinu varð hann Íslandsmeistari ungkarla 20-22 ára. 

Fleiri gerðu vel en Björn Margeirsson hreppti til að mynda silfur í 800m hlaupi en hann hljóp á 1:56,96 mín. Viktor Orri Pétursson hljóp einnig glæsilegt 800m hlaup og rauf þar í fyrsta skipti 2 mínútna múrinn með tímanum 1:59,22 mín.

 

Árangur dagsins var eftirfarandi:

 

Andri Snær Ólafsson Lukes

Langstökk – 6,10m

 

Bjarni Malmquist Jónsson

Langstökk – 6,39m 

 

Björn Margeirsson

800m hlaup – 1:56,96 mín

 

Ernir Jónsson

800m hlaup – 2:02,82 mín

 

Viktor Orri Pétursson

800m hlaup – 1:59,22 mín (persónuleg bæting úr 2:00,32 mín)

 

Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson

2:10,51 mín

 

Bætingarstökk Hreins Heiðars:

 

60m hlaup karla á MÍ, Haraldur bætir sig (myndband)

Nú um helgina fer fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss í Laugardalshöllinni. Ármenningar eiga nokkra keppendur á mótinu en þrír þeirra kepptu í dag og stóðu sig glæsilega á fyrri keppnisdegi. Árangur þeirra má sjá hér að neðan. Haraldur Einarsson komst á pall í gríðarlega sterku úrslitahlaupi í 60m með persónulegri bætingu þegar hann hljóp á tímanum 7,07 sekúndum. Myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan en eins og áður bendum við áhugasömum að auki á  myndbandasíðu meistaraflokks.

 

Árangur Ármenninga á fyrri degi Meistaramóts fullorðinna:

Andri Snær Ólafsson 

60m hlaup – 7,28 sek (persónuleg bæting úr 7,31 sek)

Þrístökk, 2. sæti – 13,47m

 

Haraldur Einarsson

60m hlaup, 3. sæti – 7,07 sek (persónuleg bæting úr 7,08 sek)

 

Ernir Jónsson 

400m hlaup, 53,30 sek (persónuleg bæting úr 53,94 sek)

 

 

Endilega veljið full gæði á myndbandinu svo það njóti sín sem best.

60m hlaup á Stórmóti ÍR (myndband)

Eins og áður hefur komið fram fór Stórmót ÍR fram um síðustu helgi. Þar átti Ármann þrjá keppendur í 60m hlaupi í karlaflokki.

Hér á myndbandasíðu meistaraflokks má sjá myndband af riðlunum þremur sem Ármenningarnir Haraldur, Andri Snær og Kristófer hlupu í. Gaman er að horfa á ræsingu hlaupanna sem er sýnd mjög hægt.

Andri Snær Ólafsson hljóp sitt fyrsta 60m hlaup frá árinu 2010 og jafnaði sinn besta árangur, 7,31 sek.
Haraldur Einarsson og Kristófer hlupu vel en bætti sig þó ekki. Hraðast allra hljóp Norðlendingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson en hann fór 60 metrana á 7,01 sekúndu.


Kristófer Þorgrímsson með Ármannsmet í 200m hlaupi í flokki 20-22ja ára

Það hefur verið virkilega gaman að sjá Kristófer Þorgrímsson aftur á hlaupabrautinni í vetur. Kristófer æfði og keppti í nokkrum greinum árið 2010 en hefur síðan þá einbeitt sér að knattspyrnu.

Í haust hefur hann byggt sig upp með Meistaraflokki Ármanns og vakti athygli góður tími hans í mælingum t.d. í 30m með ,,fljúgandi starti“.

Kristófer hefur náð að fylgja vel á eftir æfingatölunum í keppni. Hann náði 13. besta tíma ársins 2013 á landinu í 60m hlaupi, 7,28s á 3. Jólamóti ÍR. Á Áramóti Fjölnis hljóp hann svo 200m á 23,25 sekúndum. Sá árangur er Ármannsmet í flokki 20-22ja ára. Þessi metbæting fór framhjá ritstjórn frjalsar.is þegar við skrifuðum frétt um mótið og því áréttuð hér. Um liðna helgi náði hann svo þriðju verðlaunum á MÍ 15-22ja ára í 200m hlaupi á 23,49s.

Það verður gaman að fylgjast með Kristófer á hlaupabrautinni á næstunni. Hann, Haraldur Einarssonar og mögulega fleiri stefna áreiðanlega á að bæta Ármannsmetið í greininni (í karlaflokki), en það á Reynir Logi Ólafsson, 22,39s. Sett árið 2000.

Árangur Ármenninga á MÍ 15-22ja ára margfalt betri í ár en í fyrra

Ármenningar sendu 18 manna sveit til keppni á MÍ 15-22 ára sem fram fór um helgina, þreföldun frá liðnu ári. Þá unnu Ármenningar til tólf verðlauna í ár, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þeir Ármenningar sem náðu í verðlaun voru: Þátttaka var mjög góð í mótinu en alls tóku 217 keppendur þátt. Í stigakeppni félaga varð Ármann í sjöunda sæti af 16 þátttökuliðum með 75 stig, nærri tvöföldun frá fyrra ári. Bestum árangri náðu 16-17 ára piltar fjórða sæti í sínum flokki.  

Helgi Sveinsson & Aníta Hinriksdóttir eru Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur árið 2013

Á árinu urðu tveir frjálsíþróttamenn heimsmeistarar í sinni íþrótt í sínum flokki. Eftir þessu tóku Íslendingar vel í sumar. Eftir þessu tók líka stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur sem í dag valdi þessa glæsilegu frjálsíþróttamenn íþróttamenn ársins.

Helgi Sveinsson úr Ármanni hlýtur fyrstur karla sæmdartitilinn Íþróttakarl Reykjavíkur og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR fyrst kvenna sæmdartitilinn Íþróttakona Reykjavíkur. Til þessa hefur verið valinn einn Íþróttamaður Reykjavíkur.

Frá afhendingu dagsins.

Viktor Orri valinn úr hópi efnilegra Ármenninga

Glímufélagið Ármann verðlaunaði í gær unga og efnilega íþróttamenn sérstaklega. Viðurkenningar fengu þeir sem útnefndir höfðu verið efnilegastir í sinni deild. Erfitt verk hafði dómnefnd með höndum, að velja á milli ólíkra einstaklinga úr ólíkum íþróttum.

Efnilegustu íþróttamenn hverrar deildar eða þeirra fulltrúar. Þór Daníel Hólm, þriðji frá vinstri, tók við verðlaunum f.h. Viktors Orra æfingafélaga síns.

Sá sem varð fyrir valinu heitir Viktor Orri Pétursson, upprennandi millivegalengdarhlaupari úr frjálsíþróttadeild. Viktor Orri er Seltirningur, fæddur 1997. Hann hefur æft handknattleik og knattspyrnu með Gróttu, en einbeitir sér nú að millivegalengdarhlaupum. Eins og kom fram hér á síðunni náði Viktor Orri nú undir lok árs lágmarki fyrir Úrvalshóp FRÍ. Viktor Orri æfir undir stjórn Dr. Erlings Jóhannssonar Íslandsmethafa í 800m hlaupi. Framfarir hans á önninni undir stjórn Erlings hafa verið miklar.

Árangur Viktors Orra í keppni árið 2013

 • 1. sæti á MÍ 15-22ja ára í 800m og 1500m hlaupum
 • 1. sæti í 10km í Ármannshlaupinu.
 • Reykjavíkurmeistari í sínum aldursflokki á besta tíma ársins.
 • 4. sæti í 10.000,- metra hlaupi á braut í flokki fullorðinna.
 • Reykjavíkurmaraþon, 2. sæti í sínum aldursflokki.
 • Reykjavíkurmeistari í 400m hlaupi á 55,62s
 • Sigurvegari á Silfurleikum ÍR í 800m hlaupi.
 • Reykjavíkurmeistari í 1500m hlaupi í sínum aldursflokki.
 • Sigurvegari í Hjartadagshlaupinu 5km.

Staða Viktors Orra á afrekaskrá FRÍ, í sínum aldursflokki

 • 800m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.
 • 1500m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.
 • 3000m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.

Helgi Sveinsson er íþróttamaður Ármanns 2013

Í dag var tilkynnt um val á íþróttamanni Ármanns fyrir árið 2013. Sá sem hlýtur sæmdartitilinn þetta árið er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson.

Kempan er Reykvíkingur, fæddur 1979. Helgi fékk krabbamein í sköflungsbein hægri fótar 1998 og var fóturinn tekinn af fyrir ofan hné.

Frjálsíþróttaiðkun Helga hófst vorið 2011 með keppni á Ólympíumóti í Ríó 2016 sem helsta markmið. Framfarir urðu mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eftir eitt ár í þjálfun var Helgi með A-lágmark í þremur greinum, 100m hlaupi, langstökki og spjótkasti.

Það er í spjótkasti sem Helgi hefur blómstrað. Hann náði fimmta sæti á Ólympíumóti fatlaðr 2012. Á liðnu ári náði Helgi síðan þeim magnaða árangri að ná heimsmeistaratitli í spjótkasti í sínum flokki á HM í frjálsum fatlaðra í Lyon. Sigurkast Helga mældis 50,98 metrar.

Helgi Sveinsson íþróttamaður Ármanns 2013

Helgi Sveinsson íþróttamaður Ármanns 2013 ásamt Kára Jónssyni þjálfara sínum. Mynd:Gunnlaugur Júl.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns