Frjálsar.is » Um deildina

Um deildina

Frjálsíþróttadeild Ármanns er ein af deildum Glímufélagsins Ármanns. 

Heimilisfang: Engjavegi 7, 104 Reykjavík
Kennitala: 491283-0339
Reikningsnúmer: 301-26-1150

Netfang deildarinnar er: armann@frjalsar.is

Netfang stjórnar er stjorn@frjalsar.is þetta netfang kemur pósti á alla stjórnarmenn.

Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur á að skipa sjö manna stjórn. Stjórnarstörf líkt og önnur félagsstörf í frjálsíþróttadeildinni eru ólaunuð. Stjórnarmenn greiða æfingagjöld líkt og aðrir.

Neðangreint er skipan stjórnar 2014-2015

Freyr Ólafsson, formaður
Gunnlaugur Júlíusson, gjaldkeri
Sigrún Broddadóttir, ritari
Inga Björk Guðmundsdóttir

Reynir Björgvinsson

Malgorzata Sambor Zyrek
Friðbjörn Hólm Ólafsson

Nánar um stjórnarmenn

Freyr Ólafsson lagði stund á frjálsíþróttir í 15 ár og júdó í tvo vetur auk annars. Freyr er alinn upp í Austur-Landeyjum. Er tölvunarfræðingur og íþróttakennari að mennt og starfar nú sem Tæknistjóri hjá Handpoint ehf. Freyr er nú formaður Tækninefndar um rafræna greiðslumiðlun, formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur og situr í skólaráði Laugarnesskóla.

Gunnlaugur Júlíusson tók við sem gjaldkeri frjálsíþróttadeildar í febrúar 2009. Hann er fæddur 1952, uppalinn vestur á Rauðasandi. Gunnlaugur er menntaður í landbúnaðarfræðum, landbúnaðarhagfræði, er löggiltur verðbréfamiðlari og hefur stundað MSc nám í fjármálum. Hann starfar nú sem sviðsstjóri hjá Sambandi islenskra sveitarfélaga. Gunnlaugur er þrautreyndur félagsmálamaður. Hann er sem stendur varamaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ, stjórnarformaður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar, formaður ofurhlauparáðs FRÍ og formaður Félags 100 km hlaupara, er þá ekki allt talið. Auk þessa er Gunnlaugur vel þekktur ofurhlaupari. Hefur lengst hlaupið 352 km í einum áfanga á 48 klst og setti norðurlandamet í 24 klst hlaupi á bretti í des. 2010 (208,7 km), svo eitthvað sé nefnt.
María Rún dóttir Gunnlaugs æfir frjálsar með deildinni.

Sigrún Broddadóttir settist í stjórn frjálsíþróttadeildar í mars 2012 sem formaður unglingaráðs. Hún er fædd árið 1962, uppalin í Skagafirði. Sigrún er menntaður þroskaþjálfi með MA gráðu í menntunarfræðum.
Hún stundar nú nám í kennslufræði samhliða starfi sem aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sigrðun hefur áður starfað mikið með fötluðu fólki.
Sigrún hefur verið virk í félagsstarfi á sviði grunnskóla í Reykjavík sem og ýmiskonar félagsstarfi á Austurlandi.
Bergdísi Björk dóttir Sigrúnar æfir frjálsar hjá Ármanni.

Inga Björk Guðmundsdóttir settist í stjórn frjálsíþróttadeildar í apríl 2013. Hún er fædd 1982, uppalin í Reykjavík. Inga er með MSc gráðu í fjármálum fyrirtækja og starfar við endurskoðun hjá Deloitte ehf. Inga er stjórnarmeðlimur í Hlaupahóp Ármanns og hefur stundar langhlaup í 3 ár með hópnum. Inga stundaði frjálsíþróttir, hlaup, handbolta og samkvæmisdans sem barn og unglingur. 

Reynir Björgvinsson settist í stjórn frjálsíþróttadeildar í apríl 2013 sem formaður Meistaraflokksráðs. Hann er fæddur árið 1991, uppalinn á Hvolsvelli. Býr nú í Kópavogi og stundar nám í matvælafræði við Háskóla Íslands. Hefur starfað til að mynda sem sundlaugarvörður og hjá SS á Hvolsvelli. Spilaði knattspyrnu með Umf. Selfoss og nú seinast með KFR. Reynir situr í stjórn borðtennisnefndar HSK og borðtennisdeildar Dímonar. Hann hefur þjálfað fótbolta og borðtennis. Reynir hefur æft frjálsar hjá Ármanni frá haustinu 2012.

Malgorzata Sambor Zyrek settist í stjórn frjálsíþróttadeildar í mars 2014.

Friðbjörn Hólm Ólafsson settist í stjórn frjálsíþróttadeildar í mars 2014.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns