Frjálsar.is » Aðalfundur frjálsíþróttadeildar mánudaginn 18. apríl klukkan 20:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar mánudaginn 18. apríl klukkan 20:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal

Á mánudaginn næsta skapast tækifæri fyrir þig. Undirritaður mun þá ganga inn á aðalfund sem formaður frjálsíþróttadeildar og Gunnlaugur Júlíusson sem gjaldkeri í síðasta sinn eftir 7 ára setu. Út af fundi er tækifæri fyrir þig að ganga sem formaður, gjaldkeri eða annað spennandi. Betra tækifæri til að þróa sig og þroska og um leið hjálpa ungu fólki að bæta sig er vandfundið.

Við Gunnlaugur ásamt fráfarandi stjórn náum að skila af okkur ágætis búi sem ætti að vera gaman að taka við. Aldrei hafa fleiri æft með deildinni, peningastaðan er fín og það sem er samt skemmtilegast fyrir nýja stjórn, sjaldan verið meiri möguleikar til að gera enn betur í miðju kröftugu og vaxandi hverfi með flottum þjálfurum í góðri æfingaaðstöðu.

Nú skora ég á þig að svara mér um leið og þú lest þetta, hvað Ármann getur gert fyrir þig og um leið þú fyrir Ármann næsta árið með því að senda póst á freyr@frjalsar.is.

Fyrir hönd stjórnar, 

Freyr Ólafsson formaður frjálsíþróttadeildar.

 

Tög:

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns