Frjálsar.is » 3 gull, silfur og brons á Mí 15-22 ára

3 gull, silfur og brons á Mí 15-22 ára

Á sunnudaginn síðast liðinn lauk MÍ 15-22 ára. Á seinni keppnisdegi kepptu einungis Andrea og Trausti. Andrea vann þar silfur í stangarstökki stúlkna 16-17 ára með stökki uppá 2,90m. Hún keppti sömuleiðis í stangarstökki kvenna og lenti í 4.sæti með stökki uppá 3,00m.

Trausti gerði sér sömuleiðis lítið fyrir og vann sitt annað gull um helgina með sigri í 1500m hlaupi á tímanum 4:08,07.

Virkilega flott helgi hjá okkar fólki og varð heildarniðurstaðan 3 gull, 1 silfur og 1 brons og 30,5 stig í heildarstigakeppninni.

Framundan er síðan bikarkepnni FRÍ þar sem við munum senda karlalið að þessu sinni. Hvetjum við áhugasama Ármenninga að mæta og styðja okkar fólk 🙂

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns