Frjálsar.is » Flott Meistaramót að baki – mikið um verðlaun og PB hjá okkar fólki

Flott Meistaramót að baki – mikið um verðlaun og PB hjá okkar fólki

Meistaramót Íslands fór fram nú um helgina. Að þessu sinni kom það í hendur okkar Ármenninga að sjá um mótið. Framkvæmd mótsins gekk vel fyrir sig og eigum við sjálfboðaliðum miklar þakkir fyrir aðstoðina.

Góður árangur náðist hjá okkar fólki þar sem all nokkur verðlaun og persónulegar bætingar létu dagsins ljós. Ávallt gaman að sjá bætingar okkar keppenda enda langt og strangt undirbúningstímabil að baki þar sem allt kapp er lagt á að toppa á réttum tíma sem þessum

Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar keppenda sem má sjá hér að neðan:

Andrea Rún: Brons í stöng með 3,12 – PB

Andri Snær: Brons í langstökki með 6,50 – PB. Sjötti í 60m á 7,23 – PB

Bjarni Ármann: Brons í 1500 á 4:11,99 – PB. Sjöundi í 800 á 2:01,81 – PB

Ernir Jónsson: Fjórði í 800 á 1:58,10

Orri Davíðs: Silfur í Kúlu með 14,96 – PB

Trausti Þór: Gull í 800 á 1:57,40

Þór Daníel með 4:38,21 í 1500

 

Ármann þakkar öllum sem lögðu leið sína í höllina og minnir á MÍ 15-22 ára um næstu helgi þar sem all nokkrir keppendur frá okkur mæta.

 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns