Frjálsar.is » Frjálsíþrótta og lyftingadeildir Ármanns auka samstarf

Frjálsíþrótta og lyftingadeildir Ármanns auka samstarf

Frjálsíþróttadeild og lyftingadeild Ármanns hafa gengið frá samkomulagi um aukið samstarf deildanna. Með samkomulaginu hefur meistaraflokkur frjálsíþróttadeildar verið tryggt aðgengi að góðri lyftingaraðstöðu í Laugardal. Deildirnar gera ráð fyrir að þetta skref verði það fyrsta í auknu samstarfi deildanna. Þrekþjálfari meistaraflokks frjálsíþróttadeildar, Paul Cota er nú þegar byrjaður að nýta sér aðstöðuna með sinn hóp.

Ólympískar lyftingar eru hornsteinninn í styrktar og sprengikraftsþjálfun allra íþróttamanna og er stjórn Lyftingadeildar Ármanns ánægð með að formlegt samstarf sé nú komið í höfn, iðkendum beggja deilda til hagsbóta. Með formlegum samstarfssamningi getur lyftingadeildin haldið áfram þeirri uppbyggingu sem hafinn er með nýrri aðstöðu deildarinnar í húsnæði Laugardalslaugar. 

Myndin að neðan var tekin þegar Freyr Ólafsson formaður frjálsíþróttadeildar og Lárus Páll Pálsson gjaldkeri lyftingadeildar undirrituðu samkomulagið.

Lárus Páll formaður lyftingadeildar og Freyr formaður frjálsíþróttadeildar undirrita samstarfssamning

Lárus Páll formaður lyftingadeildar og Freyr formaður frjálsíþróttadeildar undirrita samstarfssamning

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns