Frjálsíþrótta og lyftingadeildir Ármanns auka samstarf
Frjálsíþróttadeild og lyftingadeild Ármanns hafa gengið frá samkomulagi um aukið samstarf deildanna. Með samkomulaginu hefur meistaraflokkur frjálsíþróttadeildar verið tryggt aðgengi að góðri lyftingaraðstöðu í Laugardal. Deildirnar gera ráð fyrir að þetta skref verði það fyrsta í auknu samstarfi deildanna. Þrekþjálfari meistaraflokks frjálsíþróttadeildar, Paul Cota er nú þegar byrjaður að nýta sér aðstöðuna með sinn hóp.
Ólympískar lyftingar eru hornsteinninn í styrktar og sprengikraftsþjálfun allra íþróttamanna og er stjórn Lyftingadeildar Ármanns ánægð með að formlegt samstarf sé nú komið í höfn, iðkendum beggja deilda til hagsbóta. Með formlegum samstarfssamningi getur lyftingadeildin haldið áfram þeirri uppbyggingu sem hafinn er með nýrri aðstöðu deildarinnar í húsnæði Laugardalslaugar.
Myndin að neðan var tekin þegar Freyr Ólafsson formaður frjálsíþróttadeildar og Lárus Páll Pálsson gjaldkeri lyftingadeildar undirrituðu samkomulagið.
