Frjálsar.is » Samæfing meistaraflokks á Laugarvatni

Samæfing meistaraflokks á Laugarvatni

Hópmynd Laugarvatn okt 2015

Starfið í meistaraflokknum er komið á fullan skrið, og er það ánægjulegt að sjá hversu margir mæta á hverja æfingu. Jafnan eru um 20 manns mættir, og enn drífur að nýtt fólk. Þegar svo margir æfa reglulega gerist það óhjákvæmilega að menn fari hver í sitt hornið, enda eru æfingaáherslur mismunandi eftir greinum. Við slíkar aðstæður má ekki gleyma að öll erum við í sama liði, og til að halda liðsandanum góðum er öðru hvoru haldið út á land í æfingaferðir, öðru nafni samæfingar. Nú í haust hafa þegar verið haldnar tvær litlar samæfingar, og munu þær stækka eftir því sem líður á veturinn. Sú fyrri var heima í Laugardalshöllinni fyrripart laugardagsins 10. október, en sú síðari var á Laugarvatni, þar sem hópurinn gisti eina nótt og tók vel á því.

Upphaflega stóð til að fara snemma á föstudagseftirmiðdeginum, en vegna verkfalls SFR var brottför frestað þar til eftir æfingu á föstudeginum. Lagt var í hann á nokkrum bílum og á endanum birtust Kári og Paul þjálfarar, auk Agga, Andra, Birtu, Bjarna, Breka, Eyrúnar, Huldu, Munda, Orra, Patreks, Reynis og Sigurlaugar. Haldinn var smá fundur eftir kvöldmat þar sem farið var yfir væntingar vetursins, og síðan beint í háttinn.

Fyrir allar aldir á laugardagsmorgni var svo komið að því að æfa. Morgunskokki frá íþróttavellinum að hjólhýsahverfinu og til baka fylgdi morgunmatur og lúr. Eftir lúrinn var hópnum skipt í tvennt og hugað að sérgreinaþjálfun, og aftur var matur og lúr á eftir. Loks tóku allir vel á því saman í íþróttahúsinu á skemmtilegri æfingu sem innihélt m.a. körfubolta og þrek. Afslöppun í lauginni var einmitt það sem fólkið okkar þurfti á að halda eftir svona strangan dag, og eftir að hafa látið líða úr sér var komið að því að halda heim aftur.

Drillur Laugarvatn okt 2015

Menn voru sammála um að samæfingin hefði heppnast vel og hlakka allir til þeirrar næstu. Sumir vildu þó meina að þá ætti að leggja áherslu á hvíldardaginn, sem verður í stóru samæfingunni í vor. Aðrir voru svo æstir í að halda áfram að þeir skildu íþróttabúnaðinn sinn eftir í æfingasalnum. Og svo voru enn aðrir sem notuðu æfingar í gamnislag. En það eru allt saman sögur sem bíða betri tíma.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns