Laugardalsleikarnir 2015 haldnir í dag
Þriðju Laugardalsleikarnir verða haldnir í dag í Laugardalshöll. Þar koma saman elstu bekkir Laugalækjar-, Langholts-, og Vogaskóla til mikillar íþrótta- og gleðihátíðar. Keppt verður í fjölda greina, bæði hefðbundinna og óhefðbundinna. Mikil áhersla verður lögð á að allir geti verið með og prófað sem flestar greinar. Skólarnir fá ekki aðeins stig fyrir árangur, heldur einnig fyrir hlutfallslega mesta þátttöku nemenda.
Keppnisgreinar verða: Knattspyrna, skotbolti, pútt, skák, húlla, skutlukast, reiptog, 30m spretthlaup, langstökk, úthalds- og hittniþrautir upphífingar og armbeygjur. Hápunktur leikanna og lokaatriði verður svo þegar fulltrúar 9. bekkja skólanna keppa í 8*100m boðhlaupi.
Keppnin hefst klukkan 10:15 í Laugardalshöll með skólakeppni í knattspyrnu. Klukkan 11:00 verða allar greinar komnar á fullt. Klukkan 12:15 er gert ráð fyrir keppni í boðhlaupi.
Heildar úrslit verða kynnt á Laugardalsleikaballi í Vogaskóla í kvöld.
Leikarnir eru samstarfsverkefni skólanna þriggja, frjálsíþróttadeildar Ármanns og félagsmiðstöðvanna í hverfinu.
Nokkrar myndir frá síðustu leikum má finna á myndasíðu frjálsíþróttadeildar Ármanns hér. Einnig má sjá myndband sem sýnir vel gleði leikanna hér

