Frjálsar.is » Björn Margeirs með sigur í 400m og 800m

Björn Margeirs með sigur í 400m og 800m

Svokallað bætingarmót FRÍ fer nú framm um helgina en þetta mót kom í staðinn fyrir bikarmótið sem framm átti að fara um helgina en var aflýst.

Björn Margeirs, Guðmundur Karl Úlfarsson, Sigurður Andrés og Orri Davíðsson kepptu í kvöld fyrir hönd okkar Ármenninga.

Þess má geta að þá sigraði Björn Margeirsson 400m hlaup karla á 52,79 og Guðmundur lenti í 2. sæti á tímanum 54,14.

Björn sigraði sömuleiðis í 800m á tímanum 1.57,30.

Orri Davíðsson lenti í 4.sæti í kúlunni með kasti uppá 14,15m en þess má geta að þá hefur Orri verið að kasta upp á 15m á æfingum undanfarið.

Í 100m karla kepptu Guðmundur og Sigurður Andrés og hlupu þeir á tímunum 11,64 og 12,56 en þetta var jafnframt fyrsta 100m hlaup Sigurðar.

Fleiri keppendur og greinar á morgunn og munu úrslit koma framm hér á morgunn.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns