Frjálsar.is » 5 Bætingar á Kópavogsmótinu 14.júlí

5 Bætingar á Kópavogsmótinu 14.júlí

Kópavogsmótið í umsjón Breiðabliks fór fram á Kópavogsvelli þann 14. júlí sl. Mótið er jafnframt 5. í mótaröðinni.

Ármenningar sendu fjölmennt lið til leiks og náðist frábær árangur eða alls 5 bætingar hjá okkar fólki.

Kári Jónsson, yfirþjálfari, tók saman árangur okkar fólks sem sjá má hér að neðan:

Andrea Rún 2,75m í stöng.

Diljá Mikaelsdóttir stökk 4,97m í langstökki og átti langt stökk ógilt. Hún þjófaði sig út í 100m því miður.

Birna Kristín Kristjánsdóttir stökk PB 5,05m í langstökkinu og varð í 3. sæti næst á undan Diljá. Hún sett líka PB i 100m 13,13 sek í mótvindi -1,2m/s og varð fjórða.

María Rún Gunnlaugsdóttir átti ekki góðan dag í spjótinu 38,14m þar sem útkastið var allt of bratt. En krafturinn var nægur til að kasta 50m.


Eyrún Halla Haraldsdóttir varpaði 10,52m í kúlu og er að ná sér eftir veikindi. 
Guðrún 
Hulda Sigurjónsdóttir varpaði 9,47m í kúlu.
Guðmundur Karl Úlfarsson bætti sig í spjóti 40,71m og hljóp nálægt sínu besta í 100m 11,77m.

Björn Margeirsson hljóp 400m á 53,36 sek
Viktor Orri Pétursson hljóp 400m á 52,34 sek 
Trausti Þór Þorsteins hljóp 400m á 53,04 sek PB
Þór Daníel Hólm hljóp 400m á 54,11 sek PB
Patrekur Gísli Guðmundsson hljóp 400m á 60,06 sek
Guðmundur 
Holmar Jones kastaði spjótinu 56,16m og náði 2. sæti

 

Alls voru því 5 bætingar í kvöld.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns