Helgi Sveins og Patrekur mættir til Ítalíu
Ármenningarnir Helgi Sveins og Patrekur Andrés Axelsson eru staddir þessa stundina á Ítalíu, ásamt fleirum úr afrekshópi ÍF, þar sem þeir munu keppa á opna ítalska meistaramótinu í Grosseto á laugardag og sunnudag.
Farið var sl sunnudag og hafa undanfarnir dagar farið í að æfa og aðlaga sig að aðstæðum fyrir komandi keppni sem hefst núna um helgina.
Heims- og evrópumeistarinn, Helgi Sveins, mætir til leiks á föstudaginn og hefur keppni í spjótkasti í flokki F42.
Patrekur fer í formlega flokkun sjónskertra í T12 og keppir í fyrsta skipti erlendis. Hann mun keppa í 100m á laugardaginn og 200m hlaupi á sunnudaginn.
Hulda Sigurjónsdóttir sem æfir hjá Ármanni undir stjórn Paul Cota mun einnig keppa á mótinu þar sem hún keppir í kúlu og kringlu.
Yfirþjálfari Ármanns sem og landsliðsþjálfari ÍF Kári Jónsson er aðsjálfsögðu með í för og lætur okkur vita af gangi mál.
Fréttir af gangi mála munu birtast hérna á heimasíðunni.
Óskum við þeim öllum góðs gengis.
