Þórdís Eva stigahæsta konan á JJ-móti Ármanns
Ármenningar héldu JJ-mót sitt á Laugardalsvelli þann 20. maí. Heildar úrslit má sjá hér. Ágætis árangur náðist á mótinu. Eftir að hafa rýnt í stigafjölda íþróttamanna í einstaklingsgreinum liggur fyrir að unglingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir vann besta afrek mótsins í kvennaflokki, eða 995 stig. Að neðan má sjá tíu stigahæstu konur á mótinu. Lesa má um afrek í karlaflokki hér.
Grein | Árangur | IAAF stig | Nafn keppanda | Félag |
400M | 55,49 | 995 | Þórdís Eva Steinsdóttir | FH |
400M | 55,99 | 977 | Arna Stefanía Guðmundsdóttir | FH |
100M | 12,12 | 968 | Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir | ÍR |
100M | 12,63 | 870 | Arna Stefanía Guðmundsdóttir | FH |
400M | 61,77 | 779 | María Birkisdóttir | ÍR |
LANGST | 5,00 | 774 | Diljá Mikaelsdóttir | Ármann |
400M | 62,01 | 771 | Fjóla Signý Hannesdóttir | HSK |
STÖNG | 3,40 | 771 | Hilda Steinunn Egilsdóttir | FH |
100M | 13,31 | 749 | Guðbjörg Bjarkadóttir | FH |
STÖNG | 3,30 | 741 | Auður María Óskarsdóttir | ÍR |
