Ásdís keppir á demantamótinu í Osló
Ásdís mun taka þátt í demantamóti í Osló í næstu viku eftir að hafa þegið boð frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu nú á dögunum.
Spennandi verður að fylgjast með gangi mála þar sem Ásdís er í toppformi þessa dagana en eins og flestir vita þá náði hún lágmarki inná HM og Ólympíuleikana nú um daginn og sömuleiðis sigur á Smáþjóðaleikunum í gær.
Að sögn Ásdísar mun svo stífur undirbúningur hefjast að loknu demantamótinu í Osló fyrir HM í sumar.
Óskum við Ásdísi góðs gengis á demantamótinu.
