Mundi með góðan fyrri keppnisdag á MÍ í fjölþrautum
Nú um helgina fer fram MÍ í fjölþrautum í Kaplakrika. Guðmundur Karl Úlfarsson, oft kallaður Mundi, er mættur til leiks fyrir hönd okkar Ármenninga.
Þrátt fyrir mikinn vind og loftkulda gekk Munda mjög vel í sínum greinum á fyrri kepnnisdegi sem fram fór í dag.
Þess má geta að þá bætti Mundi sig í langstökki með stökki uppá 6,44m og varð í 1. sæti.
Annars er Mundi í 2. sæti eftir fyrri keppnisdag, í flokki 16-17 ára, með 3114 stig.
Frábær byrjun hjá Munda og óhætt að segja að hann sé koma sterkur til leiks í byrjun keppnistímabils.
Önnur úrslit greina Munda má sjá hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2457D1.htm
Fréttir um gengi Munda á seinni degi koma á morgunn.
