Frjálsar.is » Kempumót Íslands

Kempumót Íslands

Nú hefur verið boðað til móts sem nefnist Meistaramót Öldunga. Nafnið hefur ekki náð að heilla fjöldann til þátttöku til þessa, lítil von er til þess að það breytist. Kann að vera að Kempumót Íslands sé betra? Eða bara Kempumótið? Hvað sem nafngift líður þá er mótið bráð skemmtilegt. Þar etja kappi í frjálsíþróttum fullorðnir íþróttamenn í aldursflokkum, karlar 35 ára og eldri, konur 30 ára og eldri. 

Kempur í kúlu

Að þessu sinni er það FH sem býður kempum landsins að koma og keppa í Hafnarfirði 23. og 24. maí. Sjá allar frekari upplýsingar í útsendu boðsbréfi hér.

Fyrir áhugasama má skoða úrslit frá móti vetrarins hér og myndir á heimasíðu Ármanns hér.

 

 

 

Tög:

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns