JJ-mót Ármanns í næstu viku
Í næstu viku fer fram í Laugardal JJ-mót Ármanns, samkvæmt mótaskrá FRÍ. Mótið er nokkuð litað af því að nú styttist í Smáþjóðaleika. Starfsmenn munu æfa sig við að nota nýjan tæknibúnað á mótinu. Kastvöllur er lokaður vegna framkvæmda og sleggjukast ekki í boði eins og undanfarin ár. Af sömu ástæðu mun keppni í stangarstökki fara fram í Laugardalshöll á fimmtudaginn.
Skráning er hafin í nýja mótaforritinu á http://thor.fri.is og verður opið til miðnættis mánudaginn 18. maí. Endanlegur tímaseðill verður birtur í mótaforriti þriðjudaginn 19. maí.
Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir hverja grein. Ætlast er til þess að hvert félag eða héraðssamband geri upp fyrir sitt fólk. Vinsamlegast tryggið að þátttökugjald sé lagt inn á reikning 301-26-1150, kt: 491283-0339, fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 19. maí og að kvittun berist í tölvupósti á: gjaldkeri@frjalsar.is.
Sigurvegarar í hverri grein hljóta verðlaun.
Drög að tímaseðli fylgja að neðan:
Dagur 1 | 20. maí miðv. | |||
Tími | Hlaup | Langstökk | Kúluvarp | Spjótkast |
18:00 | 100 m konur | Karlar | Karlar | Konur |
18:30 | 100 m karlar | |||
19:00 | 800 m konur | Konur | Konur | Karlar |
19:15 | 800 m karlar | |||
19:30 | 4*100m karlar | |||
19:40 | 400 m konur | |||
19:55 | 400 m karlar | |||
20:00 | ||||
20:10 | 1500 m konur | |||
20:25 | 1500 m karlar |
Dagur 2 | 21. maí fim. |
Tími | Stangarstökk |
17:45 | Konur |
18:50 | Karlar |
Athugasemdum og fyrirspurnum svarar undirbúningsnefnd ef sent er á skraning@frjalsar.is
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama, einnig má benda á Facebook viðburð mótsins hér.
