Um 300 manns lögðu leið sína í Laugardalinn í gær
Óhætt er að segja að viðrað hafi vel til hlaupaiðkunar í gær þegar Víðavangshlaup Íslands og Fjölskylduhlaup Ármanns og garðyrkjubænda fór fram.
Um rúmlega 300 manns gerðu sér glaðan dag og lögðu leið sína í Laugardalinn til að hlaupa, hvetja og gæða sér á grænmeti og pylsum í boði grænmetisbænda og SS.
Vel heppnaður gærdagur að baki og þakkar frjálsíþróttadeildin þeim sem mættu fyrir samveruna.
Margar frábærar myndir af gærdeginum má sjá á fésbókarsíðu okkar.
Sömuleiðs má sjá úrslit Víðavangshlaupsins inná frjalsar.is
