Frjálsar.is » Orri og Eyrún halda áfram að slá persónuleg met

Orri og Eyrún halda áfram að slá persónuleg met

Coca Cola mótið í Kaplakrika fór fram í gær en keppt var í kúluvarpi og kringlukasti.

Óhætt er að segja að góður árangur hafi náðst hjá okkar fólki sem og öðrum keppendum þar sem mikið var um persónulegar bætingar. 

Einn fulltrúi fór fyrir okkar hönd það þessu sinni. Orri Davíðsson endaði í 4. sæti í Kúluvarpi með kasti uppá 14,60m og bætti jafnframt sitt persónulegt met.

Eyrún Halla sem keppir undir nafni Selfoss en æfir hjá kasthópnum okkar undir stjórn Paul Cota vann svo kúluvarp kvenna með kast uppá 11,10m.

Miklar og strangar æfingar hjá okkar fólki í vetur eru greinilega að skila sér og verður spennandi að fylgjast með gangi mála í sumar á komandi mótum.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns