Frjálsar.is » Byrjendanámskeið hjá hlaupahópi Ármanns

Byrjendanámskeið hjá hlaupahópi Ármanns

Viltu reima á þig hlaupaskóna og njóta þess að hreyfa þig úti í sumar í frábærum félagsskap?

Hlaupahópur Ármanns kynnir  8. vikna byrjendanámkseið sem hefst þriðjudaginn 12. maí.  Námskeiðið hentar þeim sem hafa lítinn eða jafnvel engan grunn í hlaupum. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti hlaupið samfellt 5 kílómetra í lok þess. Á námskeiðinu fá allir æfingaráætlun sem miðast við 3 æfingar í viku.

Allar æfingar fara fram í Laugardalnum. Í upphafi æfinga hittist hópurinn við F-inngang Laugardalshallarinnar.  Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardaga kl 10.

Þjálfari hópsins er Rut Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og þjálfari hjá frjálsíþróttadeild Ármanns.

Námskeiðisgjald er 10.990 kr

Allar nánari upplýsingar fást hjá rutsigurjons@gmail.com

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns