Frjálsar.is » Skráning hafin í fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar

Skráning hafin í fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar

Nú er mögulegt að skrá sig í Fjölgreinaskóla Ármanns og Þróttar í skráningarkerfi Ármanns hér.

Boðið er upp á faglegt tveggja vikna námskeið í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugardalnum. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu á námskeiðinu og fara börnin fótgangandi sem víðast. Námskeiðið er fyrir börn fædd 2005-2009 og er allan daginn. Starfsmenn á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagreinum. Skipulögð dagskrá er á milli 9-12, svo er hádegismatur og frjáls leikur á milli 12-13, svo aftur skipulögð dagskrá á milli 13-16. Gæsla er í boði á milli 8-9 og 16-17 og er hún gjaldfrjáls. Verð á tveggja vikna námskeiði er 25.000 krónur og innifalinn er heitur hádegismatur. Veittur er 15% systkinaafsláttur af lægra gjaldi.

Námskeið 1:      22. júní – 3. júlí 
Námskeið 2:      6. – 17. júlí
Námskeið 3:      4. ágúst – 7. ágúst (4 daga námskeið)
Námskeið 4:      10. – 21. ágúst 

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns