Aðventumót Ármanns
Frjálsíþróttadeild Ármanns kynnir Aðventumót Ármanns.
Segja má að mótið marki upphaf keppnistímabilsins í frjálsum, en mótið fer fram nk. Laugardag 13. Desember og fer það fram í Laugadalshöll.
Fyrstu greinar hefjast kl 9:40 og áætluð mótslok eru kl. 15:00 en tímaseðil má sjá hér.
Mótið er nú haldið í þriðja sinn. Í fyrra mættu um 170 keppendur en í ár er búist við um 200 keppendum.
Frjálsíþróttadeildin lofar flottri umgjörð og glæsilegum verðlaunum/vinningum. Sérstök verðlaun verða fyrir aldursflokkamet og má gera ráð fyrir að met falli enda langt liðið á árið.
Taka skal fram að veitingasala verður á staðnum.
Hvetjum við fólk til að fjölmenna í höllina og eiga með okkur glaðan dag.
Félagið þakkar eftirtöldum aðilum veittan stuðning:
Valitor, MS, Kex Hostel, Sukho Thai, Myllan, Sölufélag Garðyrkjubænda, Alterna og Sigurður Páll Sveinbjörnsson nuddari
