Frjálsar.is » Ármenningar á Gautaborgarleikum

Ármenningar á Gautaborgarleikum

Öflugur hópur unglinga úr frjálsíþróttadeild Ármanns eru komnir til Gautaborgar þar sem þau munu keppa um helgina á Gautaborgarleikunum. Unglingarnir hafa undirbúið ferðina í allan vetur með markvissum æfingum og ýmiss konar fjáröflunum. Þjálfarar hópsins eru þeir Halldór Kristjánsson og Stefán Guðjónsson og jafnframt eru nokkrir foreldrar með í för og aðstoða við fararstjórn.

 

Hægt er að fylgjast með keppninni og sjá úrslit um leið og þau berast hér. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn á síðustu æfingu fyrir brottför með Stefáni þjálfara.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns