Frjálsar.is » Vorferð 5.-7. bekkjar

Vorferð 5.-7. bekkjar

Síðastliðna helgi fóru krakkarnir í 5.-7. bekkjar hópnum hjá Ármanni í vorferð. Að þessu sinni var förinni heitið til Þorlákshafnar. Þar undu krakkarnir sér vel við leiki og æfingar. Gist var í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, nokkrir foreldrar voru með í ferðinni og aðstoðuðu þjálfara. Á laugardaginn var haldið mót á frjálsíþróttavellinum í samvinnu við frjálsíþróttadeild KR. Að loknu móti sem haldið var í hressilegu slagveðri var góðri ferð lokið með sundferð.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns