Óðinn í samstarf við Holta kjúkling og MS
Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson, sem gekk til liðs við okkur Ármenninga í vetur, hefur hafið samstarf við Holta kjúkling og MS.
Að sögn Óðins er hann mjög ánægður með þetta samstarf, sem muni hjálpa honum enn frekar við að ná markmiðum sínum.
Þetta er jafnframt frábær auglýsing fyrir MS og Holta enda Óðinn frábær íþróttamaður og fyrirmynd jafnt innan sem utan vallar.
