Frjálsar.is » Hlaupadagur í Laugardal

Hlaupadagur í Laugardal

Frjálsíþróttadeild Ármanns stóð fyrir tveimur hlaupaviðburðum laugardaginn 10. maí s.l. Dagskráin hófst með Fjölskylduhlaupi Ármanns og garðyrkjubænda. Áður en hlaupið var ræst spreyttu krakkarnir sig í boðhlaupi með gúrku sem kefli! Hlaupin var góðlega kílómetra leið um nágrenni þvottalauganna í Laugardal. Töluverður fjöldi hlaupara á ýmsum aldri spreytti sig á brautinni og naut veðurblíðunnar í dalnum. Svipmyndir af hlaupinu og stemningunni má sjá hér.

 

Klukkan 11 var svo fyrsta hlaup í Víðavangshlaupi Íslands ræst. Keppt var í fjölmörgum flokkum beggja kynja. Af úrslitum Ármenninga má nefna að í flokki 12 ára og yngri pilta sigraði Ólíver Dór Örvarsson. Jafnframt sigruðu Ármanns piltar stigakeppni félaga auk Ólívers skipuðu þeir Björn Þór Gunnlaugsson, Páll Rúnar Sigurðsson og Flóki Týr Klöruson sveitina. Guðmundur Karl Úlfarsson varð í 3. sæti 16-17 ára pilta og Þór Daníel Hólm varð í öðru sæti í flokki 18-19 ára pilta. Ívar Trausti Jósafatsson sigraði í flokki 40 ára og eldri karla og Stefán Guðjónsson varð í 3. sæti í sama flokki. Þeir tveir ásamt Marvin Ívarssyni sigruðu sveitakeppni í flokknum. Í flokki 35 ára og eldri kvenna sigraði Gunnur Róbertsdóttir. Heildarúrslit úr hlaupinu má finna hér. Svipmyndir frá keppni í Víðavangshlaupi Íslands má sjá hér.

 

Frjálsíþróttadeild Ármanns vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum lögðu sitt af mörkum fyrir aðstoðina. Sölufélagi Garðyrkjumanna fyrir veittan stuðning við að gera viðburðinn jafn glæsilegan og raun bar vitni. SS fyrir pylsurnar og Myllunni fyrir pylsubrauðin. Jafnframt viljum við þakka öllum hlaupurum og öðrum gestum fyrir komuna.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns