Ásdís keppir á demantamótinu í New York
Ásdís mun keppa á demantamótinu í New York þann 14. júní næstkomandi. Er þetta annað demantamótið sem henni er boðið á í ár en hún afþakkaði boðið frá mótshöldurum í Katar á mótið sem fram fór í gær.
Þess má geta að demantamótin verða sýnd í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.
