Frjálsar.is » Fínt upphaf hjá Ásdísi, fjórða í Leiria, Portúgal

Fínt upphaf hjá Ásdísi, fjórða í Leiria, Portúgal

Ásdís Hjálmsdóttir hóf keppnistímabil sitt í dag. Eins og undanfarin ár hóf Ásdís keppnisárið á því að etja kappi við margar af bestu spjótkösturum álfunnar á Vetrarkastmóti Evrópu í Leiria, Portúgal. Þar náði hún fjórða sæti með 59,10m löngu kasti. Sigurvegari varð Þjóðverjinn Linda Stahl, bronsverðlaunahafi frá síðustu Ólympíuleikum, með 61,20m kasti. Bæði Linda og Ásdísi voru nokkuð frá sínu besta í dag. Linda á 66,81m og Ásdís 62,77m. Enda eru að kastarar oft nokkuð frá sínu besta á Vetrarkastmótinu í upphafi keppnisárs.

Þetta upphaf í dag er það besta hjá Ásdísi frá 2010. Heildar úrslit úr keppninni má sjá hér.

Tög:, ,

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns