Frjálsar.is » Aðalfundi lokið, tölur grænar nýtt fólk í stjórn

Aðalfundi lokið, tölur grænar nýtt fólk í stjórn

Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt aðalfund sinn nú í kvöld. Að baki er annasamt og árangursríkt ár í starfi deildarinnar. Eftir margra ára uppbyggingarstarf var sérstaklega gleðilegt að sjá útkomu ársreikinga. Í fyrsta sinn standa nú æfingagjöld undir þjálfarakostnaði. Ágætis afgangur varð af rekstri deildarinnar.

Á fundinum gengu úr stjórn Atli Örn Guðmundsson og Oddný Jónína Hinriksdóttir eftir tveggja ára setu. Í þeirra stað komu þau Friðbjörn Hólm Ólafsson og Malgorzata Sambor Zyrek. Áfram í stjórn sitja Freyr Ólafsson, Gunnlaugur Júlíusson, Sigrún Broddadóttir, Inga Björk Guðmundsdóttir og Reynir Björgvinsson

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns