Frjálsar.is » Næring hlauparans

Næring hlauparans

Eftir æfingu á þriðjudegi bauð Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur M.Sc., hlaupahópnum upp á fyrirlestur þar sem hún fór yfir næringarþarfir þeirra sem stunda reglubundna hreyfingu.

Á fyrirlestrinum fjallaði Elísabet vel um almenna næringarfræði og talaði út frá því að hverju fólk sem æfir reglulega, þ.e. nokkrum sinnum í viku, þarf að gæta að í mataræðinu. Hún fór svo sérstaklega yfir hvernig það álag sem fylgir reglubundnum hlaupum hefur áhrif á orkubúskap líkamans og niðurbrot.

Með tilliti til þess sagði Elísabet frá hvernig aðlaga þarf mataræði til að uppfylla orkuþörfina sem hlaupurum er nauðsynleg. En mjög mikilvægt er einnig að huga að endurheimt eftir æfingu og gaf Elísabet góð ráð um hvernig þarf að gæta að næringarþörf eftir æfingu svo líkaminn fái allt sem þarf til að byggja upp það sem æfingaálag brýtur niður svo æfingin skili sínu og hlauparinn komi sterkari inn í næstu æfingu.

Fyrirlesturinn var mjög vel fluttur. Tók hópurinn mikinn þátt og sköpuðust líflegar umræður bæði á meðan Elísabet flutti mál sitt og á eftir.

 

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns