Hreinn Heiðar með bætingu og Íslandsmeistaratitil (myndband)
Í dag fór fram seinni dagur Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum. Árangur Ármenninga var alls ekki síðri en á fyrri keppnisdegi. Hæst ber að nefna Íslandsmeistaratitil Hreins Heiðars Jóhannssonar.
Hreinn stökk hæst keppenda þegar hann vippaði sér yfir ránna í 197cm hæð yfir gólffleti en það gerði hann í fyrstu tilraun. Næst reyndi hann við 2 metra en það gekk ekki upp í þetta skiptið en það verður gaman að sjá hvað hann gerir á Bikarkeppni FRÍ eftir tvær vikur. Hreinn hefur aldeilis byrjað vel í Ármannsbúningnum en þetta var hans annað mót eftir að hann gekk til liðs við félagið, á fyrra mótinu varð hann Íslandsmeistari ungkarla 20-22 ára.
Fleiri gerðu vel en Björn Margeirsson hreppti til að mynda silfur í 800m hlaupi en hann hljóp á 1:56,96 mín. Viktor Orri Pétursson hljóp einnig glæsilegt 800m hlaup og rauf þar í fyrsta skipti 2 mínútna múrinn með tímanum 1:59,22 mín.
Árangur dagsins var eftirfarandi:
Andri Snær Ólafsson Lukes
Langstökk – 6,10m
Bjarni Malmquist Jónsson
Langstökk – 6,39m
Björn Margeirsson
800m hlaup – 1:56,96 mín
Ernir Jónsson
800m hlaup – 2:02,82 mín
Viktor Orri Pétursson
800m hlaup – 1:59,22 mín (persónuleg bæting úr 2:00,32 mín)
Þór Daníel Hólm Friðbjörnsson
2:10,51 mín
Bætingarstökk Hreins Heiðars:
