Frjálsar.is » María Rún semur við háskólalið Minnesota

María Rún semur við háskólalið Minnesota

María Rún Gunnlaugsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni flutti um miðjan janúar til borgarinnar Minneapolis í Minnesotaríki í Bandaríkjunum. Hún mun næstu misserin stunda nám við University of Minnesota sem er með stærri og betri skólum Bandaríkjanna. Við skólann stunda nám um 40.000 nemendur. Þjálfarar frjálsíþróttaliðs skólans settu sig í samband við Maríu á HM 19 ára og yngri sem haldið var í Barcelona sumarið 2012. Þeir hafa fylgst með henni síðan þá og meðal annars komið tvisvar hingað til lands í þeim tilgangi að sjá hana í keppni (MÍ innanhúss sl. vetur), fylgjast með æfingum og ræða við hana og fjölskyldu hennar.

María Rún fær fullan skólastyrk við skólann svo og allt annað sem hún þarf á að halda varðandi íþróttir, ferðakostnað og það annað sem tilheyrir æfingum og keppni meðan hún dvelur við skólann. Hún nýtur þannig fyrsta flokks aðstöðu til æfinga og keppni á vegum skólans. Megin grein hennar fyrir hönd skólans verður sjöþraut. Margir af fremstu frjálsíþróttamönnum landsins hafa æft og keppt með bandarískum háskólaliðum en María Rún er fyrsti Íslendingurinn sem gengur til liðs við frjálsíþróttalið University of Minnesota.

María Rún í Minnesota

Því miður á María enn við meiðsli að stríða sem hún varð fyrir á EM 20-22 ára í júlí sl. Lítið hafði gengið að vinna bug á þeim fram til þessa. Hún var strax sett í myndatöku og nákvæma skoðun við komuna til Minneapolis og er nú komin í ákveðna meðferð sem bundnar eru vonir við að skili árangri. María mun koma heim með vorinu og verður vonandi þá búin að vinna bug á meiðslunum svo hún geti keppt hér heima í sumar.

Tög:

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns