Frjálsar.is » Stórmóti ÍR lokið

Stórmóti ÍR lokið

Ármenningar stóðu sig með ágætum á Stórmóti ÍR sem fram fór um helgina. Krakkarnir í 1.-2. og 3.-4. bekkjar hópunum tóku þátt í þrautabrautum sem fram fóru sitt hvorn morguninn. Aðrir tóku þátt í hinum ýmsu greinum ýmist annan eða báða dagana.

Árangur var góður hjá krökkunum, fjölmargar bætingar og nokkrir að taka þátt í sínu fyrsta móti. Heildarúrslit mótsins er að finna hér.

  • Þeir Ármenningar sem komust á verðlaunapall um helgina voru eftirtaldir:
  • Hildur Kaldalóns Björnsdóttir varð í 2.-3. sæti í hástökki 12 ára stúlkna með stökki upp á 1.27m.
  • Bjarni Dagur Kristjánsson varð í 3. sæti í kúluvarpi 11 ára stráka með 7.50 metra kasti.
  • Ernest Zyrek sigraði í langstökki 11 ára pilta með 3.90 metra stökki og varð þriðji í 600 metra hlaupi á tímanum 2:05,12.
  • Kristófer Þorgrímsson varð þriðji í 200 metra hlaupi karla á tímanum 22,97.
  • Andri Snær Ólafsson stökk 6,49 metra og varð í öðru sæti í langstökki karla.
  • Diljá Mikaelsdóttir varð í öðru sæti í hástökki 15 ára stúlkna með glæsilegri bætingu þegar hún stökk 1,58m.
  • Baráttan heldur áfram að vera hörð hjá þeim köppum Viktori Orra Péturssyni og Erni Jónssyni. Þeir kepptu í 16-17 ára flokki, að þessu sinni bar Viktor Orri sigur úr býtum á tímanum 2:00,77 en Ernir varð annar á tímanum 2:02,19. Viktor Orri varð auk þess annar í 400 metra hlaupi á tímanum 53,54s.

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns