Frjálsar.is » Velkominn Björn Margeirsson!

Velkominn Björn Margeirsson!

Um áramót fékk Ármann mikinn liðsstyrk. Skagfirðingurinn Björn Margeirsson gekk til liðs við félagið. Við tökum svona liðsmanni meira en fagnandi. Við hrópum húrra. Björn er góður félagi og frábær fyrirmynd öllum íþróttamönnum. Agaður og einbeittur og mikill keppnismaður. Ekki skaðar að hann er eldklár og tilbúinn að miðla visku sinni.

Afrekaskrá Björns er skemmtileg lesning, sjá hér. Þar á meðal má sjá að Björn er Íslandsmethafi í 800m hlaupi innanhúss, með 1:51,07 og einn þriggja Íslending sem hafa náð að hlaupa 800m utanhúss undir eina mínútu og fimmtíu sekúndur.

Björn hljóp sér til skemmtunar eins og hann sagði á liðnu ári. Þó hreint ekki með neinum afgangs árangri. Björn á annan besta tíma ársins í 800m hlaupi þegar árið 2013 er gert upp.Tög:

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns