Spennandi frjálsíþróttakeppni RIG á sunnudag
Reykjavík International Games fer fram næstu tvær helgar í borginni. Frjálsíþróttahluti leikanna fer fram á sunnudaginn kemur milli klukkan 13 og 15.
Keppendalisti liggur nú fyrir og má sjá keppendur í karlaflokki hér og í kvennaflokki hér og tímaseðill hér.
Eins og sjá má eru Ármenningar fjölmennir í karlaflokki, alls munu sjö. Þeir eru:
Björn Margeirsson, Ernir Jónsson og Viktor Orri Pétursson í 800m hlaupi. Kristófer Þorgrímsson og Haraldur Einarsson í 60m hlaupi. Bjarni Malmquist Jónsson í 60m grindahlaupi og þjálfarinn Guðmundur Hólmar Jónsson í kúluvarpi.
Því miður er engin Ármannskona með þetta árið, vonandi þeim mun fleiri að ári.
Þetta er mót sem enginn áhugamanneskja um frjálsar ætti að láta framhjá sér fara!

Tög:Bjarni Malmquist, Björn Margeirsson, Ernir, Guðmundur Hólmar, Halli Einars, Kristófer Þorgrímsson, RIG, Viktor Orri