Viktor Orri valinn úr hópi efnilegra Ármenninga
Glímufélagið Ármann verðlaunaði í gær unga og efnilega íþróttamenn sérstaklega. Viðurkenningar fengu þeir sem útnefndir höfðu verið efnilegastir í sinni deild. Erfitt verk hafði dómnefnd með höndum, að velja á milli ólíkra einstaklinga úr ólíkum íþróttum.
Efnilegustu íþróttamenn hverrar deildar eða þeirra fulltrúar. Þór Daníel Hólm, þriðji frá vinstri, tók við verðlaunum f.h. Viktors Orra æfingafélaga síns.
Árangur Viktors Orra í keppni árið 2013
- 1. sæti á MÍ 15-22ja ára í 800m og 1500m hlaupum
- 1. sæti í 10km í Ármannshlaupinu.
- Reykjavíkurmeistari í sínum aldursflokki á besta tíma ársins.
- 4. sæti í 10.000,- metra hlaupi á braut í flokki fullorðinna.
- Reykjavíkurmaraþon, 2. sæti í sínum aldursflokki.
- Reykjavíkurmeistari í 400m hlaupi á 55,62s
- Sigurvegari á Silfurleikum ÍR í 800m hlaupi.
- Reykjavíkurmeistari í 1500m hlaupi í sínum aldursflokki.
- Sigurvegari í Hjartadagshlaupinu 5km.
Staða Viktors Orra á afrekaskrá FRÍ, í sínum aldursflokki
- 800m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.
- 1500m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.
- 3000m hlaup, 1. sæti í sínum aldursflokki.

Tög:efnilegur, viðurkenning, Viktor Orri