Frjálsar.is » Helgi Sveinsson er íþróttamaður Ármanns 2013

Helgi Sveinsson er íþróttamaður Ármanns 2013

Í dag var tilkynnt um val á íþróttamanni Ármanns fyrir árið 2013. Sá sem hlýtur sæmdartitilinn þetta árið er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson.

Kempan er Reykvíkingur, fæddur 1979. Helgi fékk krabbamein í sköflungsbein hægri fótar 1998 og var fóturinn tekinn af fyrir ofan hné.

Frjálsíþróttaiðkun Helga hófst vorið 2011 með keppni á Ólympíumóti í Ríó 2016 sem helsta markmið. Framfarir urðu mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eftir eitt ár í þjálfun var Helgi með A-lágmark í þremur greinum, 100m hlaupi, langstökki og spjótkasti.

Það er í spjótkasti sem Helgi hefur blómstrað. Hann náði fimmta sæti á Ólympíumóti fatlaðr 2012. Á liðnu ári náði Helgi síðan þeim magnaða árangri að ná heimsmeistaratitli í spjótkasti í sínum flokki á HM í frjálsum fatlaðra í Lyon. Sigurkast Helga mældis 50,98 metrar.

Helgi Sveinsson íþróttamaður Ármanns 2013

Helgi Sveinsson íþróttamaður Ármanns 2013 ásamt Kára Jónssyni þjálfara sínum. Mynd:Gunnlaugur Júl.

Tög:, ,

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns