Frjálsar.is » Ármann er fyrirmyndarfélag

Ármann er fyrirmyndarfélag

Mikill heiður hlotnaðist Glímufélaginu Ármanni í dag. Félagið og allar starfandi deildir þess, hlutu gæðaviðurkenninguna, Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það var Sigríður Jónsdóttir, formaður þróunar og fræðslusviðs ÍSÍ, sem afhenti deildum félagsins og aðalstjórn viðurkenningu þessu til staðfestingar.

Þetta gamla og rótgróna Reykjavíkurfélag er vel þekkt. Á vitorði færri er að rekstur og skipulag félagsins er og hefur verið undanfarin ár til fyrirmyndar. Félagið er stórt og fjölbreytt fjölgreinafélag, með flestar virkar íþróttir fjölgreinafélaga borgarinnar. Það er eitt af stærstu félögum lands og borgar ef miðað er við iðkendafjölda.

Vel fór á að félagið skyldi hljóta þessa viðurkenningu í dag, 15. desember, á 125 ára afmæli félagsins.

Sigríður Jónsdóttir afhendir Snorra Þorvaldssyni formanni Glímufélagsins Ármanns staðfestingu fyrir því að félagið sé eitt Fyrirmyndarfélaga ÍSÍ

Frjálsíþróttadeild Ármanns er Fyrirmyndardeild

Freyr Ólafsson formaður tók við viðurkenningu fyrir hönd frjálsíþróttadeildarinnar.

Tög:

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns