Frjálsar.is » Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum

Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum

Föstudaginn 20.desember fer fram hið árlega Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum. Mótið var fyrst haldið árið 2009 og er trúlega eina stökkmótið sem haldið er í atrennulausum stökkum á höfuðborgarsvæðinu. Mótið heitir í höfuðið á Hafsteini Þorvaldssyni en hann er mikill félagsmálamaður og var til að mynda formaður Ungmennafélags Íslands í mörg ár. Atrennulausu stökkin, sem hafa þurft að víkja fyrir hefðbundum stökkgreinum síðustu ár, voru á árum áður stunduð af miklum móð. Þá voru íþróttir oftar en ekki æfðar í litlum félagsheimilum þar sem ekki var hægt að hlaupa atrennu eða stökkva í sandgryfju og því lá beinast við að stökkva langstökk, þrístökk og hástökk án atrennu. Greinarnar eru afskaplega skemmtilegar að því leyti að fólk getur komið úr öllum mögulegum íþróttagreinum og staðið sig mjög vel. Þar er það ekki endilega frjálsíþróttafólkið sem stendur best að vígi heldur hafa kraftlyftingamenn til dæmis staðið sig mjög vel. Íslandsmetið í langstökki án atrennu í karlaflokki er í eigu Flósa Jónssonar kraftlyftingamanns. Það mældist 3,45 m. Frjálsíþróttadeild Ármanns skorar á íþróttafólk úr öllum greinum að mæta á svæðið og reyna sig á móti mörgum af bestu frjalsíþróttamönnum og -konum landsins. Að sama skapi væri gaman að fá gamlar kempur til að mæta á svæðið og keppa í flokki 50 ára og eldri. Nánar um mótið: Keppt verður í 6 flokkum: -Flokki 16 ára og yngri sveinar -Flokki 16 ára og yngri meyjar -Karlaflokki -Kvennaflokki -Karlaflokki 50+ -Kvennaflokki 50+ Keppnisgreinar: -Langstökk án atrennu -Þrístökk án atrennu -Hástökk án atrennu Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki og fyrir flest heildarstig í karla og kvennaflokki. Allir velkomnir og hvattir til að mæta. Keppnisgjald er: -1000kr fyrir 16 ára og yngri -1500kr fyrir 17 ára og eldri Fylgist með fram að móti á facebook síðunni “Hafsteinsmót í atrennulausum stökkum.Skráning: hafsteinsmot@hotmail.com – Takið fram fullt nafn og kennitölu Ábyrgðarmaður: Haraldur Einarsson Yfirdómari: Bjarni Már Ólafsson

armannfrjalsar á Instagram

This error message is only visible to WordPress admins

Error: No feed found.

Please go to the Instagram Feed settings page to create a feed.

Aðventumót Ármanns