Innanfélagsmót 7. des = Aðventumót Ármanns
Við Ármenningar stefnum á að halda innanfélagsmót 7. des næstkomandi, nefnt Aðventumót Ármanns. Mótið hefst í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal klukkan 10:00. Örvar Ólafsson hefur undirbúið metnaðarfullan tímaseðil sem má sjá á vefnum hér.
Hugsanlegt er að tímaseðillinn taki einhverjum breytingum ef skráning á mótið verður mikil.Vitað er til þess að einhverjir góðir gestir ætla að fá að grípa tækifærið og vera með í mótinu, auk Ármenninga.
Mótið er kærkomin æfing fyrir Ármenninga í mótahaldi sem munu standa að framkvæmd Meistaramóts Íslands 15-22ja ára í upphafi janúar.
